Borgin sefur
Höfundur: Örn Friðriksson
Textahöfundur: Álfhildur Sigurðardóttir
Nú dimmir að, og borgin sefur sætt og rótt.
Þá sit ég ein og horfi' um gluggann minn,
og stjörnurnar á festingunni stara hljótt,
nú steypa norðurljósin sér um himininn.
Og máni' í skýjarofi mannlíf horfir á,
þó flestir enn sofi, fær hann margt að sjá.
Ég loka augum mínum ljúfri draumsýn í,
og loks svo vakna þegar dagur rís á ný.
Nú brosir sólin blíða á berjalyng í mó
og haustlitir prýða hlíðar runna' og tó.
Og áfram líður dagurinn við yndi' og sorg,
uns aftur beiðist nótt yfir Reykjavíkurborg.